Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Þingflokkarnir koma saman til fundar

15.09.2017 - 10:37
Mynd: Skjáskot / RÚV
Þingflokkar Viðreisnar, Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata hafa setið á fundum í morgun og rætt þá stöðu sem upp er komin eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu á miðnætti. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist undir hádegi og Samfylkingin eftir hádegi.

Fréttastofan reyndi að ná tali af þingmönnum á leið á fundina en þeir vildu ekki ræða við fréttastofu fyrr en að fundum loknum. Fréttastofa verður með aukafréttatíma í Sjónvarpi klukkan tólf en hann verður bæði textaður og rittúlkaður á síðu 888 í textavarpinu.

Mynd: Skjáskot / RÚV

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig en svaraði samt spurningu um hvort til greina kæmi að Framsóknarflokkurinn færi í ríkisstjórn: „Nei. En það eru fleiri flokkar hér en Sjálfstæðisflokkurinn.“ Ekki fékkst nánari útskýring á því hvað hann átti við.

Mynd: RÚV / RÚV
sigridurda's picture
Sigríður Dögg Auðunsdóttir