Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

„Þetta er neglulið sem kemur að laginu“

Mynd: Davíð Roach / Davíð Roach

„Þetta er neglulið sem kemur að laginu“

21.06.2019 - 15:53

Höfundar

Tveir stærstu RogB-tónlistarmenn landsins, Auður og Sturla Atlas, gáfu í dag út lagið Just a While sem er fyrsta samvinnuverkefni þeirra til að líta dagsins ljós. Lagið er léttleikandi sumarsmellur en báðir listamenn koma fram á Secret Solstice-hátíðinni um helgina.

Þrátt fyrir að deila hljóðveri er þetta fyrsta opinbera samstarfsverkefni þeirra á tónlistarsviðinu. „Það er búið að vera mjög langur aðdragandi að þessu. Við gerðum grunninn að því fyrir meira en tveimur árum, það var næstum tilbúið þá. Við þurftum svo að finna það aftur. En þetta kemur út á hárréttum tíma núna held ég,“ segir Sturla Atlas í samtali við Poppland. Sturla, Auður og upptökustjórinn Arnar Ingi (Young Nazareth) unnu grunninn að laginu og lágu síðan á því þar til í desember síðastliðnum. Þá lögðu þeir það í hendur Loga Pedro sem vann það áfram, bættu svo GDRN við í bakraddir og Magnúsi Jóhanni á hljómborð. „Þá kom þetta heim og saman loksins, fyrir svona mánuði. Þetta er neglulið sem kemur að laginu.“

„Þetta er stórt lag, reynir ekkert að vera neitt annað en poppslagari, þetta er sumarsmellur,“ segir Sturla sigurviss og bætir við að von sé á meira efni frá honum í haust. „Þegar rauði liturinn kemur, þá kemur nýr kafli í Sturluna,“ segir hann að lokum. 

Lovísa Rut Kristjánsdóttir ræddi við Sturlu Atlas í Popplandi.

Tengdar fréttir

Tónleikar í Trékyllisvík

Tónlist

„Erum öll mannleg að reyna að leysa flækjur“

Fær að gera það sem honum þykir skemmtilegt

Tónlist

Sturla Atlas með lagið Baltasar Kormákur