Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

„Þetta er eins og stórt ættarmót"

Mynd með færslu
 Mynd:

„Þetta er eins og stórt ættarmót"

26.07.2014 - 16:44
Mikill fjöldi Bræðslugesta hefur verið á öllum tjaldstæðum á Borgarfirði eystri og nágrenni síðan um síðustu helgi, enda blíðskaparveður.

Þröstur Sigurðsson, lögreglumaður á Borgarfirði eystri, segir stemninguna á Bræðslunni með besta móti. 

„Þetta er eins og stórt ættarmót. Ég er einn á vakt og það er sko ekki vandamálið," segir hann. Aðstandendur hátíðarinnar áætla að fjöldinn sé svipaður og í fyrra, á bilinu 3000 til 4000 manns. 

Mikil umferð hefur verið um svæðið í dag en hljómsveitin Pollapönk hélt ókeypis fjölskyldutónleika klukkan fjögur. Sjálf Bræðslan hefst svo fyrir alvöru í kvöld. 

Mynd/RÚV (Ágúst Ólafsson)