Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

„Þessar fréttir eru áfall“

17.11.2019 - 19:49
Mynd: Fréttir / Fréttir
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir fréttir af viðskiptum Samherja í Afríku vera áfall. Nauðsynlegt sé að rannsaka málið af fullri einurð og festu.

„Þessar fréttir eru áfall - og ekki bara áfall gagnvart okkur út á við heldur sömuelieðis þá held ég að þjóðin hafi miklar áhyggjur af því að ef þetta reynist rétt þá erum við að sjá hérna háttsemi sem er alveg forkastanleg og eins langt frá því sem að við viljum sjá og viljum trúa að íslenskir aðilar geri í viðskiptum.“

Hins vegar eigi eftir að koma í ljós hvernig málið þróist og sömuleiðis hvaða áhrif það hafi. „Það mun örugglega taka einhvern tíma fyrir okkur að átta okkur á því en við fylgjumst mjög grannt með því hvað er að gerast í erlendum fjölmiðlum og ekki síst í Namibíu.“

Mikilvægt sé að málið verði rannsakað ofan í kjölinn. „Nú þarf að rannsaka þetta mál og kanna hvað er til í því og þarf að gera það að fullri einurð og festu, “ segir ráðherrann.