Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þekur vöruhús með gervihári á Feneyjatvíæringi

Mynd með færslu
 Mynd: Stjórnarráðið

Þekur vöruhús með gervihári á Feneyjatvíæringi

09.05.2019 - 22:59

Höfundar

Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarmaður er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár. Sýning hennar verður í vöruhúsi á Guidecca-eyju í Feneyjum og munu litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum sýninguna.

Sýningin verður í þremur ólíkum rýmum sem umlykja gesti í myndrænum og hljóðrænum samruna í verkinu sem heitir Chromo sapiens. Hljómsveitin HAM hefur samið tónverk fyrir Chromo sapiens. Frá þessu er sagt á vef Stjórnarráðsins. Birta Guðjónsdóttir er sýningarstjóri á Chromo sapiens sem stendur 11. maí til 24. nóvember.

Í tilkynningu frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar segir að Hrafnhildur hafi þakið vöruhúsið með yfirþyrmandi magni af einkennisefnivið sínum; gervihári.

„Listsköpun Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter liggur á mörkum myndlistar, gjörninga og tísku og á sér rætur í áhuga hennar á dægurmenningu og fjöldaframleiðslu,“ segir í tilkynningunni. „Verk hennar eru full af húmor sem varpa ljósi á fáránleika samtímans af áráttu og tekst Hrafnhildi með undraverðum hætti að gjörbreyta umdeildu gerviefni í þrívíða yfirnáttúru.“

„Þegar stigið er inn í innsetningu Hrafnhildar, Chromo Sapiens, mæta þér drungaleg hellakynni, Primal Opus, myrkvuð göng í litasamsetningum eldhræringa sem virkjuð eru af neðanjarðar hljóðheimi rammíslensku málmsveitarinnar HAM.“

Mynd með færslu
 Mynd: Stjórnarráðið

„Hellaköfun þessi leiðir þig áfram inn í Astral Gloria, litríka hvelfingu þar sem skærlitaðar hárbreiður bylgjast um og teygja sig í ofgnótt sinni umhverfis sýningargesti. Litadýrð, áferð og hljóðmynd örva skilningarvitin með æpandi litum bifandi hárfaðms sem mýkist við lendingu í himnesku hreiðri Opium Natura. Þar flökta dúnmjúkir litatónar sem umvefja gesti friðsæld og sakleysi sjónrænnar alsælu.“

„Djúpar drunur og dynjandi niður tónheims HAMverja hreyfa við líkamlegum skynfærum með nötrandi hljóðbylgjum sem hnoða og þenja hverja taug,“ segir í tilkynningu.

Feneyjatvíæringurinn er haldinn annað hvert ár og er hátíðin er helguð samtímalist. Hátíðin hefur verið haldin frá 1895. Ísland hefur tekið þátt í Feneyjatvíæringnum með hléum síðan árið 1960 og hefur kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar umsjón með íslenska skálanum ár hvert.

Hægt er að fylgjast með Hrafnhildi á Instagram - @ShoplifterArt, og íslenska skálanum  - @icelandicpavilion.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Repost frrom @art.kunstmagazin⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ "Hrafnhildur Arnardottir, also known as @Shoplifterart will represent Iceland at the Venice Biennale. Our writer @claudia_bodin met the artist in her studio, portraits have been taken by @katharinapoblotzki, read the full story in our current issue. #shoplifter #biennalearte2019 #art #fakehair"⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ .⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ .⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ .⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Shoplifter / Hrafnhildur Arnardóttir will represent Iceland at the 58th Venice Biennale in 2019 with a large-scale installation called 'Chromo Sapiens' curated by Birta Guðjónsdóttir. @LaBiennale @GudjonsdottirBirta #ShoplifterArtist #HrafnhildurArnardottir Kiasma #Nervescape #NervescapeVIII #HrafnhildurArnardóttir #Shoplifter #ChromoSapiens #IcelandicPavilion2019 #ChromoSapiens⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ .⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ .⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ .⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ #BiennaleArte2019 #HairAsArt #IcelandicArt #InspiredbyIceland #Iceland #IcelandicArtist #IcelandicArt #PromoteIceland #NY #NewYorker #Venice #ContemporaryArt #ArtistsOnInstagram #WomenArtists #Art #Artist #Artwork

A post shared by Icelandic Pavilion (@icelandicpavilion) on

Tengdar fréttir

Myndlist

Hrafnhildur valin á Feneyjatvíæringinn