Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Þekktustu Grenvíkingarnir

Mynd með færslu
 Mynd:

Þekktustu Grenvíkingarnir

10.02.2014 - 09:34
Sigþór Guðnason, eða Sissinn, eins og hann er kallaður er í hljómsveitinni Greenbay Travellers, ásamt vini sínu Gunnari Erni Arnórssyni. Þeir koma saman þegar Sissi, sem er skipstjóri, er í landi og taka upp lög og gefa út á Facebook.

Þeir segjast vera þekktustu Grenvíkingarnir og líta á hljómsveitina sem afþreyingu og gleði, aðallega fyrir sig - en líka fyrir aðra. Sissi missti aðra höndina í drifskafti þegar hann var tólf ára en hefur ekki látið það stoppa sig, hvorki á sjónum né í tónlistinni. Landinn fylgdist með félögunum taka upp enn eitt tónlistarmyndbandið í kjallaranum hjá Sissa á Grenivík. 

Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.

Svo er Landinn á FacebookInstagram og YouTube. Kíkið endilega á okkur þar!