Brugada er meðal annars þekktur fyrir að uppgötva eina tegund hjartagalla sem nefnd í höfuðið á honum, svokallað Brugada-heilkenni.
Opnar skurðstofu í haust
Að sögn Ásdísar Höllu Bragadóttur, stjórnarformanns Klíníkurinnar, þá ætlar Brugada að opna, ásamt öðrum hjartalæknum, skurðstofu þar í október til að þróa sína þjónustu og kynnast íslenskum aðstæðum.
Ásdís Halla segir að búið sé að gera við hann tímabundinn leigusamning en hún gerir ráð fyrir að þegar sjúkrahúsið í Mosfellsbæ verði tilbúið muni hann færa starfsemi sína þangað. Ásdís Halla sagði Klíníkina ekki tengjast sjúkrahúsinu að öðru leyti, ekki sé gert ráð fyrir að starfsmenn hennar færi sig þangað né komi Klíníkin að fjármögnum eða öðrum þáttum sjúkrahússins.
Merki Klíníkurinnar á heimasíðu Burbanks Capital
Mosfellsbær samdi í morgun við MCPB ehf. um leigu á lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu sem á að hýsa einkarekna heilbrigðisstofnun og hótel en MCPB ehf. er að mestu í eigu Burbanks Holding að því er fram kemur í tilkynningu frá Mosfellsbæ.
Athygli vekur að á heimasíðu Burbanks Capital, sem tengist Burbanks Holding, meirihlutaeiganda MCPB ehf, er mynd af starfsmönnum Klíníkurinnar sem og merki fyrirtækisins. Ásdís Halla segir að líklega sé Brugada að auglýsa þessa nýju starfssemi sína með þessu en skurðstofan sem hann ætli að opni beri einmitt nafnið P. Brugada Heart Department sem er sama nafn og sjá má á heimasíðunni.