Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þegar klerkar tóku við af keisara

05.01.2018 - 14:49
Mynd: Wikimedia Commons / Wikimedia Commons
Árið 1978 mótmæltu milljónir Írana á götum úti dag eftir dag gegn keisara landsins, Mohammed Reza Pahlavi, sem þeir álitu spillta undirlægju vestrænna stórvelda. Mótmælahreyfinguna leiddu íhaldssamir múslimaklerkar og eftir að keisarinn hrökklaðist að lokum frá stóðu þeir uppi sem æðstu leiðtogar Írans og komu á íslömsku lýðveldi.

Í ljósi sögunnar fjallar um írönsku byltinguna, sem einnig er kölluð „íslamska byltingin“, um síðasta Íranskeisara og Ruhollah Khomeini æðstaklerk sem tók við af honum.

Hlustið á allan þáttinn í spilaranum hér að ofan.

verai's picture
Vera Illugadóttir
dagskrárgerðarmaður