Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Þau fara yfir mistökin við samræmdu prófin

14.03.2018 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Menntamálastofnun hefur ráðið þrjá óháða sérfræðinga til að fara yfir ferlið við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa og leitað ráða hjá fyrrverandi forstöðumanni. Námsmatsstofnunar

Þau sem athuga próftökuferlið og hvað fór úrskeiðis eru Jóhannes H. Steingrímsson hjá Stúdíu, Svana Helen Björnsdóttir hjá Stika og Hannes Pétursson sem er sjálfstætt starfandi hugbúnaðarráðgjafi. Þá segir í tilkynningu á vef Menntamálastofnunar að einnig hafi verið leitað til Júlíusar K. Björnssonar fyrrverandi forstöðumanns Námsmatsstofnunar, sem núna vinnur hjá Óslóarháskóla, vegna ráðgjafar um próffræðileg úrlausnarefni. Námsmatsstofnun og Námsgagnastofnun runnu inn í Menntamálastofnun þegar hún var sett á laggirnar árið 2015. 
Menntamálaráðherra hélt fund nú fyrir hádegi með Menntamálastofnun og hagsmunaaðilum.