Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

„Þarna þarf maður að berjast“

07.03.2016 - 13:54
Mynd: RÚV / RÚV
„Ég kom ekki fyrir tónlistarverðlaunin, ég fékk fern verðlaun, en ég kom heim í þetta. Þarna þarf maður að berjast," segir Björk Guðmundsdóttir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Náttúruverndarhreyfingin, útivistarsamtök og Samtök ferðaþjónustunnar undirrituðu í hádeginu viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs.

„Mér finnst við alltaf hafa haft þjóðgarð á hálendinu. Þetta er í raun og veru spurning um að skilgreina það, sem getur stundum verið svolítið sorglegt og svolítil mótsögn, af því það sem það sem manni finnst mest sjarmerandi við hálendið er hvað það er óskilgreint. Þetta er mikið óbyggð og víðátta.“ segir Björk. 

Skilgreina verði hálendið sem þjóðgarð til að vernda það og sýna fram á, eins og gert hafi verið í Finnlandi og í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum, að hægt sé að græða meira með því að fara þessa leið heldur en fengist með virkjunum.  

 

Mynd með færslu
 Mynd: Hálendisþjóðgarður
Hópurinn sem stendur að viljayfirlýsingunni við Íslandskort sem sýnir útlínur þjóðgarðsins.
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV