Þarf ekki 19 milljarða

21.08.2011 - 18:56
Ef fram heldur sem horfir verða afskriftir Íbúðalánasjóðs vegna 110 prósenta leiðarinnar nærri helmingi minni en ráðgert var eða um 12 milljarðar í stað 19. Ekki er samræmi í því hvernig Íbúðalánasjóður metur eignir. Hann notar bæði listaverð og matsverð.

Allt bendir til að Íbúðalánasjóður þurfi ekki að nýta nema hluta þeirra 19 milljarða sem sjóðurinn fékk vegna framkvæmdar 110% leiðarinnar. Þegar hafa aðeins hafa verið nýttir rúmir 2 milljarðar af 19.

Í frumvarpinu um 110% leiðina var gert ráð fyrir að allt að 9000 umsóknir bærust, en aðeins rétt um 5000 5094 sóttu um. Af þeim hefur 771 umsókn verið samþykkt, 718 synjað, 289 eru í afgreiðslu og 183 eignir eru í verðmati. Óafgreiddar umsóknir eru ríflega þrjúþúsund og eitthundrað. 3133. Meðalniðurfærsla hjá þeim sem uppfylla skilyrðin er um tæp 2.1 milljón 2,089,666 en heildarupphæð afskrifta eru rúmir 2.2 milljarðar króna. 2,229,673,222.

Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði er talið að hlutfallslega fleiri þyngri mál sem fela í sér að meðaltali hærri afskriftir séu enn óafgreidd. Grófur framreikningur af þeim rúmlega 1000 íbúðum sem hafa fengið niðurfelldar skuldir bendi því til þess að heildarafskriftirnar verði með á milli 11 og 12 milljarðar króna í stað 19 sem ráðstafað var til verkefnisins.

Eftir stendur spurningin: er raunveruleg eignastaða viðskipavina íbúðalánasjóðs betri en stjórnvöld héldu - eða sóttu færri um því þeir töldu sig ekki fá afskrift vegna þröngra skilyrða um niðurfellingu?

Bæði Íbúðalánasjóði og velferðarráðuneytinu hafa borist kvartanir vegna uppgjörs mála. Til dæmis vilja margir að íbúðalánasjóður feti í fótspor Landsbankans og Íslandsbanka og miði verðmæti eigna við fasteignamat en ekki markaðsvirði eigna. Það hefði í för með sér meiri afskriftir. Þá telja viðmælendur fréttastofu ósanngjarnt að við verðmat annarra eigna umsækjenda upp í skuldina svo sem bifreiða skuli miðað við framtalsverð í skattskýrslum en ekki markaðsverð eins og tilviki íbúðarinnar.

Íbúðalánasjóður sé ósamkvæmur sjálfum sér og velji þá hærra verðið til að auka eignarhlutinn og þannig lækka afskrift vegna góðrar eignastöðu skuldarans. Starfsmenn sjóðsins segja að teknar séu til greina athugasemdir skuldara, ef þeir telja eignarhlut í t.d bifreið ofmetinn þá sé endurreiknað fylgi trúverðug gögn.