Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Þar sem þú hefur alltaf verið

Mynd: Atli Sigurjónsson / Atli Sigurjónsson

Þar sem þú hefur alltaf verið

31.05.2017 - 11:04

Höfundar

Hvað eiga síðasta sígaretta Marilyn Monroe, brjóstmynd af Ronald Reagan og stytta af Prómeþeifi sameiginlegt? Þau eiga öll heima á safni.
Mynd með færslu
 Mynd: Atli Sigurjónsson
Louis Waldman, Where You Have Been All Along

„Spurningin „hvað er safn?“ hefur jafn mörg svör og fólkið sem svarar henni“
- Louis Waldman, safnafræðingur

Atli Sigurjónsson gerði heimildarmynd sem nefnist Þar sem þú hefur alltaf verið, eða Where You Have Been All Along. Þetta er stutt heimildarmynd sem skoðar hlutverk safna í nútíma samfélagi. 

Sýnd á Skjaldborg

Dagana 2.-5. júní verður Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda haldin í tólfta sinn á Patreksfirði. Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin fjölbreytt.

Þar sem þú hefur alltaf verið verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg um helgina. Lestin ræddi nánar við Atla um heimildarmyndina og stöðu safna almennt í nútíma samfélagi.