Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Þakplötur fjúka í Skagafirði

07.12.2015 - 20:51
Veðrið er farið að færast norður yfir landið og er nú orðið mjög hvasst í Skagafirði. Þakplötur fuku af húsi á bænum Hjarðarhaga í Blönduhlíðinni í kvöld. Ákveðið var í samráði við ábúendur að björgunarsveitir færu ekki í úkall að svo stöddu. Heimilisfólk ætlaði að bjarga þessu sjáft.

 

Í Skagafirði er veðrið einna verst í Blönduhlíðinni, í austanverðum firðinum. Þorbjörn Hreinn Matthíasson, bóndi á Hjarðarhaga, segir veður snælduvitlaust og svo blint sé að ekki sjáist milli húsa. Hesthúsið á Hjarðarhaga er aðeins 30 metra frá íbúðarhúsinu og grillir ekki í það. 

Mikil læti bárust ofan af þaki um hríð en slotaði skyndlilega og ekki hægt að álykta annað en að plata hafi losnað og fokið að lokum. Hann hefur ekki kannað ástandið enda ekki vogandi að fara út í þetta veður.

Rafmagn hefur verið óstöðugt, farið og komið á víxl. 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV