
Maðurinn hringdi eftir aðstoð en lítið heyrðist í honum. Honum voru send smáskilaboð þess efnis að björgunarsveitarmenn kæmust ekki strax á staðinn en myndu gera það við fyrsta tækifæri.
Alls höfðu verið skráð 138 útköll á landinu um klukkan hálf tíu. Þá voru um 650 björgunarsveitarmenn að sinna útköllum og öðrum verkefnum um land allt, meðal annars við að loka vegum.
Fyrr í kvöld var ákveðið að björgunarsveitarmenn á Suðurlandi færu ekki í útköll á næstunni nema mannslíf væru í húfi. Brjálað veður er víða á Suðurlandi og ekki verjandi að stefna björgunarmönnum í hættu nema mjög mikið liggi við.
Áttu mynd eða myndskeið af óveðrinu? Sendu hana á [email protected] með upplýsingum um hvar og hvenær myndin er tekin. RÚV áskilur sér rétt til að birta án greiðslu þær myndir sem berast, á RÚV.is og/eða í sjónvarpi. Nafn ljósmyndara er birt nema annars sé óskað. Munið tilmæli almannavarna og farið ykkur ekki að voða.