Samtökin voru stofnuð árið 1949 eftir seinni heimsstyrjöldina. Andrúmsloftið á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna var ískalt og ríki í Vestur-Evrópu óttuðust árásir austurblokkarinnar.
Úr varð að Nort Atlantic Treaty Organization eða NATO var stofnað og var Ísland eitt af stofnríkjum sambandsins. Kjarni NATO felst í 5.grein samningsins sem kveður á um að ef ráðist er á eitt ríki í NATO er litið á það sem árás á öll NATO ríkin. Þessari grein hefur bara einu sinni verið beitt, eftir árásirnar á Tvíburaturnana árið 2011.
Ísland er eina landið í NATO sem er ekki með her en heræfingar hafa verið haldnar hér á landi og lengi vel var Bandaríkjaher hér með bækistöðvar. NATO og vera hersins hefur í gegnum tíðina verið eldfimt mál í íslenskum stjórnmálum og mótmæli oft brotist út í tenglsum við það.
Pétur Marteinn útskýrði allt sem þarfnast útskýringar varðandi NATO og hægt er að hlusta á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.