Páll segir flestar gönguleiðir hér sjálfsprottnar og skálar og brýr hafi fylgt í kjölfarið.
Hann segir okkur beri skylda til að hugsa betur um þær gönguleiðir sem þegar eru í notkun og bendir líka á að þeir sem hafi séð um viðhald vinsælla gönguleiða hingað til séu erlendir sjálfboðaliðar og því skorti á þá þekkingu hérlendis.
Páll segir að hafa þurfi í huga sérstöðu svæða eins og t.d. Hornstranda, þar eru allar gönguleiðir á hinum fornu götum og á okkur hvíli sú skyldi að varðveita þær eins og þær eru.
Hann segir ýmislegt mega líka læra af sauðkindinni : „Einhverssaðar komst ég í rannsókn um það að ef sauðkindin er frjáls í landinu þá leggur hún aldrei sínar götur brattar en sex gráður. Og þetta er mjög þægilegur halli fyrir göngumann.“
Rætt er við Pál í Samfélaginu