Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Það má læra ýmislegt af sauðkindinni

13.03.2015 - 15:42
Mynd: ?? / imkid.com
Með vaxandi ferðamannastraumi eru menn farnir að sjá glöggt þörfina fyrir að auka skipulag gönguleiða á landinu. Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður segir það hafa verið einn helsta hvatann að ráðstefnu sem haldin var af Ferðamálastofu, Ferðafélagi Íslands og Útivist um þróun og skipulag gönguleiða

Páll segir flestar gönguleiðir hér sjálfsprottnar og skálar og brýr hafi fylgt í kjölfarið.
Hann segir okkur beri skylda til að hugsa betur um þær gönguleiðir sem þegar eru í notkun og bendir líka á að þeir sem hafi séð um viðhald vinsælla gönguleiða hingað til séu erlendir sjálfboðaliðar og því skorti á þá þekkingu hérlendis.

Páll segir að hafa þurfi í huga sérstöðu svæða eins og t.d. Hornstranda, þar eru allar gönguleiðir á hinum fornu götum og á okkur hvíli sú skyldi að varðveita þær eins og þær eru.

Hann segir ýmislegt mega líka læra af sauðkindinni : „Einhverssaðar komst ég í rannsókn um það að ef sauðkindin er frjáls í landinu þá leggur hún aldrei sínar götur brattar en sex gráður. Og þetta er mjög þægilegur halli fyrir göngumann.“

Rætt er við Pál í Samfélaginu

leifurh's picture
Leifur Hauksson
dagskrárgerðarmaður