Það líður að næstu lotu

Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir - RÚV

Það líður að næstu lotu

09.02.2016 - 13:33

Höfundar

Fyrst lotan í Söngvakeppninni var nú um helgina þegar fyrri undanúrslit fóru fram í Háskólabíói. Þrjú lög komust þar áfram í úrslitin og það var kátt í höllinni.. ja eða eiginlega allt brjálað!

Og nú líður að næstu lotu. Síðari undanúrslitin fara fram í Háskólabíói laugardagskvöldið 13. febrúar kl. 20.00. Þar verður aftur mikið um dýrðir og til að skemmta troðfullu Háskólabíói mæta engir aðrir en Högni Egilsson úr Hjaltalín og hljómsveitin Pollapönk.

Lögin sem keppa koma fram í þessari röð og símanúmer fyrir kosninguna fylgir með.

900 9901
Spring yfir heiminn
Lag: Júlí Heiðar Halldórsson
Texti:  Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson
Flytjendur: Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson

900 9902
Ótöluð orð 
Lag og texti:  Erna Mist og Magnús Thorlacius
Flytjendur:  Erna Mist og Magnús Thorlacius

900 9903
Óvær
Lag og texti: Karl Olgeirsson 
Flytjandi:  Helgi Valur Ásgeirsson

900 9904
Á ný
Lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir
Flytjandi:  Elísabet Ormslev

900 9905
Ég leiði þig heim
Lag og texti: Þórir Úlfarsson 
Flytjandi: Pálmi Gunnarsson

900 9906
Augnablik
Lag:  Alma Guðmundsdóttir og James Wong
Texti:  Alma Guðmundsdóttir, James Wong og Alda Dís Arnardóttir 
Flytjandi:  Alda Dís Arnardóttir

Keppendur eru á fullri ferð þessa vikuna við undirbúning og kynningu og öll koma þau við í Virkum morgnum á Rás 2 og flytja Eurovision ábreiðu.