Það er allt svo leiðinlegt í Stúdíói 12

Mynd: Ragnar Santos. / RÚV

Það er allt svo leiðinlegt í Stúdíói 12

12.01.2020 - 13:06

Höfundar

Benni Hemm Hemm flutti fjögur lög í Stúdíói 12 í tilefni af útgáfu nýrrar hljómplötu sem ber heitið KAST SPARK FAST.

Tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Benni Hemm Hemm hefur snúið aftur á malbikið eftir að hann lagðist í kennslu á Austfjörðum og stefnir á útgáfu á tveimur plötum á þessu ári. Hann hafði áður getið sér gott orð í íslensku tónlistarsenunni með plötunum Kajak og Benni Hemm Hemm.

Hann hyggur á útgáfu plötunnar KAST SPARK FAST 31. janúar og sama dag fara fram útgáfutónleikar í Tjarnarbíói. Platan kemur bara út á rafrænu formi og segir tónlistarmaðurinn að það sé mikill léttir. „Það er að vissu leyti ákveðinn draumur að gefa út plötu án þess að standa í þessu veseni,“ segir hann og vísar til umstangsins sem tónlistarútgáfa á hlutbundnu formi hefur í för með sér.

Benni mætti í Stúdíó 12 ásamt fríðu föruneyti og flutti fjögur lög, þar á meðal lagið Það er allt svo leiðinlegt. Kveikjan að laginu var ósköp einföld segir hann. „Bara að finnast allt leiðinlegt. Titillinn hefur í sviga fyrir aftan „þunglyndisdansinn“ og mér fannst þetta bara: að allt væri leiðinlegt. Það er smá galdur, þegar manni líður svona, að geta hlegið að því að manni líður svona. Þá getur maður losað sig út úr því.“

Mynd: RÚV / RÚV
Miklabraut.
Mynd: RÚV / RÚV
Davíð 51.
Mynd: RÚV / RÚV
Baby I Love You.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Benni Hemm Hemm flytur Davíð 51

Tónlist

„Þetta er lífið sem okkur langar í“

Tónlist

Bubbi: „Þá endarðu bara einn úti í horni“

Tónlist

Kýldur í magann með setningu