Umfjöllunarefnin á plötunni eru af ýmsum toga. „Þau fjalla um það sem er að gerast í kringum okkur og menn veigra sér við að taka fyrir í tónlist,“ segir Bubbi. Plata Bubba heitir Regnbogans stræti og hafa sumir haft á orði að titillagið sé eins konar lag hinsegin daga í ár. „Það geta allir eignað sér þetta lag. Það fjallar um tíðarandann í dag þar sem er verið að sækja að lýðræðinu og frelsinu úr öllum áttum,“ segi Bubbi sem er mikið niðri fyrir og segir að ofsóknir gegn samkynhneigðum séu fyrir opnum tjöldum í mörgum löndum í kring, Hollandi, Póllandi, Rússlandi, Úkraínu og á Balkanskaganum meðal annars. Ekki nóg með það heldur sé líka oft stutt í þessa orðræðu á Íslandi. „Því það er alltaf til svona fólk sem hefur þessar skoðanir, það eina sem þeim vantar er andlit. Það er fólk á jaðrinum sem hatast út í litað fólk, flóttafólk og allt svoleiðis. Það getur bara vel verið að þetta fólk sé komið með andlit og rödd sem er í Miðflokknum.“
Bubbi fagnar plötunni með hófi í Lucky Records á eftir. „Það er allir velkomnir, við ætlum að fagna plötunni og listinni.“
Lovísa Rut Kristjánsdóttir ræddi við Bubba Morthens í Popplandi.