Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Telur meiri líkur á lendingu í fráveitumálum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Rúnar Snær Reynisson - Egilsstaðir
Fulltrúar Héraðslistans og Sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði eru nálægt því að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Steinar Ingi Þorsteinsson, oddviti Héraðslistans, segir að fulltrúar flokkanna hafi kastað á milli sín drögum að málamiðlun í fráveitumálum en þeir voru ekki sammála um hver væri besta framtíðarlausnin fyrir kosningar. Hann telur meiri líkur en minni á að lending náist í dag og segir að samhljómur sé í öðrum málum.