Telur ástæðu til að skoða vantraust á Sigríði

05.03.2018 - 18:12
Mynd með færslu
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.  Mynd: RÚV
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir algerlega ófært að dómsmálráðherra sitji áfram í ljósi þeirrar réttaróvissu sem ríki um Landsrétt, sem jafnvel geti varað í nokkur ár. Stjórnarandstöðuflokkarnir funduðu í dag, meðal annars um stöðu dómsmálaráðherra.

Formaður Samfylkingarinnar telur fullt tilefni til að skoða vantraust á ráðherra. „Dómsmálaráðherra hefur tvisvar verið dæmd fyrir embættisfærslur. Landsréttur er í óvissu. Það getur dregist í mánuði eða mörg ár með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Forsætisráðherra, hún verður að svara því hvort að hún treysti dómsmálaráðherra landsins. Það er svo aftur hinn hluti málsins. Hún hefur reyndar sagt að hún geri það og það kemur mér mjög á óvart miðað við hvernig hún talaði á síðasta kjörtímabili. Það er hins vegar ljóst að mjög margir okkar hinna þingmanna við treystum ekki dómsmálaráðherra og teljum að það sé algerlega ófært að hún sitji áfram. Og hvað ætlið þið að gera? Ja eins og ég segi við erum bara að skoða næstu skref í málinu ég tel sjálfur að það hljóti að vera fullt tilefni til að skoða vantraust á ráðherra,“ sagði Logi Einarsson.

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi