Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Telja seli við Húnaflóa

27.07.2014 - 20:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Ríflega 30 manns, mestmegnis sjálfboðaliðar, eru önnum kafnir við að telja seli við Vatnsnes og Heggstaðarnes við Húnaflóa.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands á Hvammstanga segir að hópurinn hafi farið út að telja um miðjan dag, því síðdegis hafi verið stórstreymisfjara og þá sé best að koma auga á selina. Í fyrra voru taldir á milli sex og sjö hundruð selir, en taldir hafa verið allt að 1000 selum á þessum slóðum. Niðurstöður úr talningunni í dag verða ljósar á næstu dögum.