Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Telja botni náð í mengunarmálum

10.05.2013 - 20:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Hreppsnefnd Kjósarhrepps fagnar úttekt Faxaflóahafna um stöðu umhverfismála á Grundartanga og næsta nágrennis. Niðurstaða rannsóknanna leiddi í að mikið álag mengandi efna sé frá verksmiðjusvæðinu en þó sé það innan marka og teljist ásættanlegt, að sögn talsmanna Faxaflóahafna.

Í tilkynningu sem Hreppsnefnd sendi frá sér í kvöld kemur fram að hún líti svo á að ákveðnum botni hafi verið náð. Með yfirlýsingu Faxaflóahafna um að ekki geti orðið að frekari uppbyggingu mengandi starfsemi á Grundartanga er ákveðnum vendipunkti náð og hér eftir horfi til betra ástands. Í því ljósi lýsir hreppsnefnd Kjósarhrepps yfir eindregnum vilja sínum til að vinna með aðilum til að draga markvist úr útblæstri mengandi efna frá verksmiðjusvæðinu með það að markmiði að íbúar og atvinnurekendur í Hvalfirði geti við unað.