Tekur tíma að finna sína eigin rödd

Mynd: Mynd: Sara Björk / Art Directio / Rúv

Tekur tíma að finna sína eigin rödd

18.05.2018 - 14:07

Loga Pedro Stefánsson þekkja flestir. Hann hefur komið víða við síðustu ár eða allt frá því að hljómsveitin Retro Stefson var stofnuð árið 2006. Síðan þá hefur Logi stofnað hljómsveitir eins og Young Karin og Sturla Atlas. Einnig hefur hann unnið með fjölda tónlistarfólki eins og Skítamóral, Karó, Flóna, Emmsjé Gauta, GusGus og Hildi.

Mynd: RÚV / RÚV

Í dag 18. maí stígur hann fram með nýja plötu sem nefnist Litli svartir strákar. Á þessari tíu laga plötu kemur fjöldi tónlistarfólks fram, þar má nefna Króli,  Arnar Ingi, Birnir, Flóni, Skítamórall og GDRN. Logi byrjaði að semja plötuna í nóvember 2017 eftir að mánaðar fæðingarorlof og lauk henni í apríl 2018. Hann segir viðfangsefnin litast af umhverfi og tilfinningum þess tímabils.

Útgáfufögnuður verður haldinn á Prikinu í kvöld kl. 21:00 og stendur fram eftir nóttu.

Hér að að ofan má heyra viðtal við Loga Pedro um nýju plötuna og fleira.