Tekjuhæsta ár kvikmyndasögunnar

Mynd með færslu
 Mynd: Avengers: Endgame

Tekjuhæsta ár kvikmyndasögunnar

10.01.2020 - 22:53

Höfundar

Kvikmyndahúsagestir hafa aldrei verið jafn duglegir að taka upp veskin (eða símana og snjallúrin) og borga fyrir bíómiða og á síðasta ári. Kvikmyndahús heimsins seldu miða fyrir 42 og hálfan milljarð dollara á síðasta ári, 800 milljón dollurum meira en árið áður sem var einnig metár. Mestu munar um vinsældir kvikmynda á borð við Avengers: Endgame, The Lion King og Frozen II.

Þrátt fyrir að augu manna beinist oft að Bandaríkjunum þegar kemur að miðasölu þá er það bíóáhugi fólks utan þeirra sem tryggði metár í miðasölu. Kínverjar, Japanar, Suðurkóreubúar, Rússar og Brasilíumenn streymdu í bíó sem aldrei fyrr. Á sama tíma mökuðu bandarísk kvikmyndahús krókinn en þar var þetta þó aðeins næst tekjuhæsta ár kvikmyndasögunnar. Sem þykir þó ekki síst gott í því ljósi að árið þótti fara hægt af stað.

Avengers: Endgame varð í fyrra tekjuhæsta mynd sögunnar, með 2,8 milljarða miðasölu á heimsvísu. Hún sló þar með fyrra met kvikmyndarinnar Avatar frá árinu 2009. Allar fimm tekjuhæstu myndir heims bættu afkomuna hjá Disney-fyrirtækinu. Auk Endgame, The Lion King og Frozen II áttu Captain Marvel og Spiderman: Far From Home miklum vinsældum að fagna meðal kvikmyndahúsagesta í öllum heimshornum.

epa08106190 A handout photo made available by the Hollywood Foreign Press Association (HFPA) shows Ellen DeGeneres (R) accepting the Carol Burnett Award for her outstanding contribution to television during the 77th annual Golden Globe Awards ceremony at the Beverly Hilton Hotel, in Beverly Hills, California, USA, 05 January 2020.  EPA-EFE/HFPA / HANDOUT ATTENTION EDITORS: IMAGE MAY ONLY BE USED UNALTERED, ONE TIME USE ONLY WITHIN 60 DAYS MANDATORY CREDIT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - HFPA