Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Teikn á lofti um endurkomu Prince á Spotify

epa02861215 US musician Prince performs during his concert at the Sziget Festival on the Shipyard Island, northern Budapest, Hungary, 09 August 2011. The Sziget Festival is one of the biggest European cultural events, featuring art exhibitions, literary
 Mynd: EPA - MTI

Teikn á lofti um endurkomu Prince á Spotify

30.01.2017 - 19:30

Höfundar

Dularfull auglýsingarherferð Spotify þykir gefa til kynna að plötur tónlistarmannsins Prince verði aðgengilegar á ný hjá streymiveitunni. Prince fjarlægði alla sína tónlist af Spotify sumarið 2015, tæpu ári áður en hann féll frá.

Fyrst var tekið eftir auglýsingum Spotify, sem sýna einungis merki þjónustunnar á fjólubláum bakgrunni, í neðanjarðarlestarstöð við Union Square í New York.

Mynd með færslu
 Mynd: Spotify

Á vef tónlistartímaritsins Billboard segir að auglýsingarnar renni stoðum undir orðróm um að plötur Prince verði gerðar aðgengilegar á helstu streymiveitum áður en Grammy verðlaunahátíðin fer fram, 12. febrúar.

Hingað til hefur einungis verið hægt að streyma tónlist Prince á Tidal, streymiveitu sem rekin er af Roc Nation, fyrirtæki rapparans Jay Z. Dánarbú Prince fór á dögunum í mál við Roc Nation, vegna brota á höfundarrétti.