Fyrst var tekið eftir auglýsingum Spotify, sem sýna einungis merki þjónustunnar á fjólubláum bakgrunni, í neðanjarðarlestarstöð við Union Square í New York.
Fyrst var tekið eftir auglýsingum Spotify, sem sýna einungis merki þjónustunnar á fjólubláum bakgrunni, í neðanjarðarlestarstöð við Union Square í New York.
Á vef tónlistartímaritsins Billboard segir að auglýsingarnar renni stoðum undir orðróm um að plötur Prince verði gerðar aðgengilegar á helstu streymiveitum áður en Grammy verðlaunahátíðin fer fram, 12. febrúar.
Hingað til hefur einungis verið hægt að streyma tónlist Prince á Tidal, streymiveitu sem rekin er af Roc Nation, fyrirtæki rapparans Jay Z. Dánarbú Prince fór á dögunum í mál við Roc Nation, vegna brota á höfundarrétti.