Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Talsverður erill í höfuðborginni

06.08.2017 - 07:38
Nærmynd af merki lögreglunnar með einkennisorðunum "Með lögum skal land byggja".
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Talsverður erill var hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu, ef marka má dagbók lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás í Austurstræti um hálfeitt í nótt og hafði maður verið stunginn með eggvopni. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar með áverka á handlegg. Árásaraðili var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Þá reyndi maður í Álftamýri að endurheimta stolna vespu í gærkvöldi þegar meintur þjófur stakk hann. Árásarmaðurinn gisti fangaklefa. 

Kona var handtekin eftir umferðaróhapp í Mosfellsbæ. Hún var meðal annars grunuð um nytjastuld bifreiðar og vörslu fíkniefna. Hún gisti fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Afskipti voru höfð af fjórum ungum mönnum í Mosfellsbæ þar sem þeir voru að sprengja flugelda, af ofurölvi manni við strandgötu og manni sem braut rúðu í verslun í Mosfellsbæ.

Þá voru allnokkurdæmi um að bílstjórar á höfðuborgarsvæðinu voru stöðvaðir af lögreglu í nótt grunaðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Alls voru ellefu slík mál skráð í dagbók lögreglu og eitt til viðbótar þar sem ökumaðurinn reyndist vera sviptur ökuréttindum og farþegi kærður fyrir vörslu fíknefna. 

 

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV