Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey

24.12.2019 - 09:31
Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Leit heldur áfram í birtingu að konu sem saknað hefur verið frá því fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi er talið að konan hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey á föstudag. Leitarsvæðið er strandlengjan frá Þorlákshöfn að Skaftá og nýtur lögregla aðstoðar björgunarsveita og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina.

Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík, segir að yfir hundrað manns taki þátt í leitinni, þar af tuttugu frá Víkverja og lögreglumenn. Þarna séu einnig drónahópar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu enda sé leitarsvæðið stórt. 

Uppfært klukkan 12:55: Lögreglan á Suðurlandi vill koma því á framfæri að lokun hefur verið sett á Dyrhólahey á meðan leit stendur yfir í og við eynna. Umferð verður hleypt á eynna um leið og leit lýkur síðdegis í dag.

Leit hófst síðdegis í gær og stóð fram á kvöld. 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Katrín Ásmundsdóttir
dagskrárgerðarmaður

Tengdar fréttir