Talibanar ræða friðarumleitanir

02.10.2019 - 10:04
epa03003064 (FILE) A file picture dated 07 October 2008 shows Taliban spokesman Zabiullah Mujahid talking with a journalist in the mountains of Afghanistan volatile Helmand province, a hotbed of Taliban militants. Reports state on 14 November 2011 that Zabiullah Mujahid, a prominent Afghan Taliban figure and their spokesman may have been captured by the Afghan and NATO-led coalition forces during an operation in Paktika province of Afghanistan.  EPA/STRINGER
Liðsmenn Talibana í Afganistan. Mynd: EPA - EPA FILE
Abdul Ghani Baradar, einn stofnenda Talibana í Afganistan og leiðtogi stjórnmálaarms samtakanna, er kominn til Pakistans til að ræða við embættismenn um friðarviðræður við Bandaríkjamenn sem fóru út um þúfur í síðasta mánuði.

Samkomulag virtist í sjónmáli milli Talibana og Bandaríkjamanna í byrjun síðasta mánaðar um brottflutning bandarískra hersveita frá Afganistan og hafði samningamönnum verið boðið til fundar í Camp David í Bandaríkjunum.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, aflýsti hins vegar fundinum eftir að bandarískur hermaður féll í árás Talibana í Afganistan og sleit viðræðum tveimur dögum síðar. 

Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagðist nýlega ætla að beita sér fyrir því að Bandaríkjamenn settust aftur að samningaborði með Talibönum.

Bandaríska sendiráðið í Pakistan staðfesti í morgun að Zalmay Khalilzad, aðalsamningamaður Bandaríkjastjórnar, hefði einnig komið til Islamabad í þessari viku.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi