Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Táknmálstúlkaðar fréttir: Fleiri dánir í Evrópu en Asíu

18.03.2020 - 18:49
Erlent · Innlent · COVID-19
Mynd: RÚV / RÚV
Fleiri hafa nú dáið í Evrópu en Asíu vegna COVID-19. 475 létust á Ítalíu síðastliðinn sólarhring og stjórnvöld róa lífróður í baráttu við faraldurinn.

Íslendingar sem koma frá útlöndum þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví frá og með morgundeginum. Vegna skorts á flugframboði hafa sumir Íslendingar ekki komist heim.

Um helmingur allra skólabarna í heiminum getur ekki sótt skóla næstu vikurnar. 850 milljón börn sitja því heima. Eurovision verður ekki haldið í Rotterdam í vor. 

Afbókunum rignir yfir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og ferðamönnum fækkar hratt. Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa aldrei verið jafn lágir eftir að meiri lækkun var tilkynnt í morgun.  

Íbúar dvalarheimila á Akureyri og í Garðabæ fengu glaðning í dag þegar tónlistarmenn héldu óvænta tónleika. Uppátækið var kærkomin tilbreyting þar sem heimsóknarbann hefur verið á heimilunum í nær hálfan mánuð.   

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV