Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Taka verður á Outlaws af hörku

08.12.2011 - 23:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Það þarf að taka mjög alvarlega að alþjóðlegu vélhjólasamtökin Outlaws eru komin formlega til Íslands segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, ekki komi annað til greina en að taka á skipulagðri glæpastarfsemi af mikilli hörku.

Samtökin hafa nú merkt sér húsnæði við Trönuhraun í Hafnarfirði. Þau eru talin tengjast glæpastarfsemi, til dæmis vopnabúri sem fannst fyrir skömmu og skotárás í bryggjuhverfi. Lögregla segir að nú sé staðfest að samtökin hafi hafið starfsemi hér á landi. Björgvin segir að við þetta verði ekki búið. Þessu verði að mæta af mikilli hörku og festu, eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi boðað á undanförnum mánuðum. "Til að ná einhverjum árangri þarf að verja til þessa fjármagni, tíma og mannafla og gæta að þessu sérstaklega," segir Björgvin.