Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tafir á Keflavíkurflugvelli vegna snjóa

03.02.2020 - 10:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Allt að tveggja klukkustunda tafir voru á flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun vegna mikillar snjókomu á stuttum tíma. Þetta segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Tafirnar höfðu áhrif á rúmlega tíu ferðir frá vellinum, samkvæmt vefsíðu Isavia.

Guðjón segir að tafirnar skýrist af því að miklum snjó hafi kyngt niður á skömmum tíma í morgun. Þetta hafi valdið því að hægar gekk að afísa vélarnar en vanalega. Flugvélarnar sem tafirnar höfðu áhrif á séu annað hvort farnar eða á leiðinni í loftið. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV