Rúmlega tíundi hver er á móti slíku fyrirkomulagi en jafn stór hluti hefur ekki gert upp hug sinn.
Þrír fjórðu landsmanna vilja að ráðuneytum verði fækkað. Tíundi hluti er á móti því. Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur til að fækka ráðuneytum. Sú hugmynd sem nú er uppi á borðinu er að til verði sérstakt atvinnuvegaráðuneyti, sérstakt velferðarráðuneyti og sérstakt innanríkisráðuneyti.

Mæling á viðhorfi til fækkunar ráðuneyta og utanþingsráðherra eru úr netkönnun sem gerð var dagana 12. - 26. maí. Svarhlutfall var 67,3%, úrtaksstærð 2.387 einstaklingar. Í úrtakinu var fólk á aldrinum 18 ára eða eldra af öllu landinu valið af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup.
Baráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar um helgina virðist lítil áhrif hafa haft á fylgi stjórnmálaflokkanna á landsvísu samkvæmt stórri könnun sem Gallup gerði mánuðin fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn sækir lítillega í sig veðrið miðað við síðustu könnun, -um 30 prósent myndu kjósa hann í þingkosningum nú en 28% samkvæmt síðustu könnun. 27 prósent myndu kjósa Vinstri græn, -sem er lítilsháttar tap og 22% Samfylkinguna sem einnig dalar aðeins. Framsókn stendur í stað milli kannana og samanlagður stuðningur við aðra minnkar lítillega.

Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr netkönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 30. apríl - 26. maí 2010.
Heildarúrtaksstærð var 3.844 einstaklingar af öllu landinu og var svarhlutfall 68,2%. Vikmörk eru 0,4-2,2%. Í úrtakinu var fólk á aldrinum 18 ára eða eldra af öllu landinu valið af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup.Sé þetta hins vegar borið saman við fylgið á landsvísu í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn kemur í ljós að fleiri vilja Sjálfstæðisflokkinn til áhrifa í héraði en á Alþingi. Þessu er hins vegar þveröfugt farið með Vinstri græn. Kjósendur Samfylkingarinnar virðast styðja flokkinn hvort sem er í sveitarstjórnum eða til Alþingis. Fleiri vilja hins vegar Framsókn til valda á þingi en í heimabyggð.
Tæpur þriðjungur kaus einhvern annan en hinn svokallaða fjórflokk um helgina. Þar skiptir sköpum stuðningur við Besta flokkinn í Reykjavík, Næst besta flokkinn í Kópavogi og L-listann á Akureyri. Hafa ber í huga að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar buðu ekki alls staðar fram hreina flokkslista.