
Tæp 5% smita á heimsvísu eru í New York-ríki
114 hafa látist úr sjúkdómnum í ríkinu. New York Times hefur eftir Andrew M. Cuomo, ríkisstjóra, að um helmingur þeirra sem hafi verið greindir séu á aldrinum 18 til 49 ára. Yfir helmingur smitanna er í New York borg þar sem þúsund manns eru á spítala vegna sjúkdómsins og 60 hafa látist.
Ríkisstjórinn sagði í þættinum Meet the Press á NBC í morgun að hann óttist að staðan í apríl verði verri en í mars með tilliti til útbreiðslu veirunnar. Hann sendi út neyðarkall í dag. „Ef það eru framleiddar öndunarvélar einhvers staðar í landinu þá þurfum við að fá þær til New York. Ekki eftir nokkrar vikur eða mánuði heldur á næstu tíu dögum,“ sagði ríkisstjórinn í þættinum.
Greind smit á heimsvísu eru 318,662 samkvæmt gagnabanka John Hopkins-háskólans. Heildarfjöldi smita í Bandaríkjunum er 27.004.