Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Sykur og unnin matvara slæmt fyrir þarmaflóru

Mynd: rúv / rúv
Uppþemba, þrálátir krampar, magaverkir, vindgangur og hægðatregða svo dæmi séu tekin geta allt verið merki um slæma þarmaflóru. Því hreinna sem mataræðið okkar er með góðum trefjum frá grænmeti og heilu korni, litlum sykri og óunnum matvörum því heilbrigðari verður þarmaflóran.

Birna Ásbjörnsdóttir sem er með meistaragráðu í svokallaðri næringarlæknisfræði segir sýklalyf oft geta raskað þarmaflórunni verulega ef ekki er gætt að því að taka inn heilbrigða gerla á móti sem meðal annars má finna í AB-mjólk og hreinni jógúrt.  

En hvaða máli skiptir þetta? Af hverju er mikilvægt að hafa heilbrigða þarmaflóru og hvernig getur hún spornað gegn myndun annarra sjúkdóma? Birna fór yfir þessi mál með Helgu Arnardóttur á Heilsuvaktinni.   

 

helga.arnar's picture
Helga Arnardóttir
Fréttastofa RÚV