Birna Ásbjörnsdóttir sem er með meistaragráðu í svokallaðri næringarlæknisfræði segir sýklalyf oft geta raskað þarmaflórunni verulega ef ekki er gætt að því að taka inn heilbrigða gerla á móti sem meðal annars má finna í AB-mjólk og hreinni jógúrt.
En hvaða máli skiptir þetta? Af hverju er mikilvægt að hafa heilbrigða þarmaflóru og hvernig getur hún spornað gegn myndun annarra sjúkdóma? Birna fór yfir þessi mál með Helgu Arnardóttur á Heilsuvaktinni.