SYKUR - JÁTAKK

Mynd: Saga Sig / Sykur

SYKUR - JÁTAKK

25.11.2019 - 15:32

Höfundar

Kvartettinn Sykur hefur verið starfandi í á annan áratug í íslensku-rafpoppstjörnuþokunni og sent frá sér plöturnar Frábært eða frábært og Mesópótamíu. Sykur er landsþekkt fyrir sína kraftmiklu sviðsframkonu og léttleikandi rafpopp. Sveitin hefur nú sent frá sér sína þriðju plötu, JÁTAKK, sem er plata vikunnar á Rás 2.

Nýjasta plata Sykurs kom út í lok október og eins og fyrr sagði ber hún nafnið JÁTAKK og er sú fyrsta sem sveitin sendir frá sér í heil átta ár. Ástæða þess er að þau voru upptekin í öðrum verkefnum og mjög óánægð með það efni sem þau voru búin að gera til að fylgja eftir vinsældum Mesópótamíu. Það leyddi til þess að þau tóku ákvörðun að henda öllu draslinu og byrja frá grunni á þriðju plötu sinni JÁTAKK. 

Sveitina skipa þau Agnes Björt Andradóttir söngkona og orgel og svuntuþeysararnir Stefán Finnbogason, Halldór Eldjárn og Kristján Eldjárn.

Platan er fjölbreytt og inniheldur stuðlög sem fólk tengir við tónleika sveitarinnar en liðsmenn og -kona hafa sagt að mörg hafi orðið til á tónleikum. En það er líka að finna huggulegheita- og kósílög á JÁTAKK sem geri plötuna fjölbreyttari en fyrri verk sveitarinnar þó að hún sé samt sem áður heilsteypt verk, sem var mixað af Magnúsi Øder. 

Þú getur hlustað á plötu vikunnar ásamt kynningum á tilurð laganna frá sveitinni í spilara hér að ofan.

Mynd með færslu
SYKUR - JÁTAKK