Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Svört snjókorn falla á tárvotan Ladda

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Svört snjókorn falla á tárvotan Ladda

28.12.2017 - 11:14

Höfundar

Jólatónleikarnir Gloomy Holiday, eða drungaleg jól, fóru fram í gær á listahátíðinni Norður og niður sem hljómsveitin Sigur Rós stendur fyrir. Þar voru vinsæl jólalög færð lágstemmdan og myrkan búning.

Laddi flutti á tónleikunum jólalagið „Snjókorn falla“ í ögn tregafyllri útsetningu en við eigum að venjast.

Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á RÚV. Þar komu fram Björgvin Halldórsson, Katrína Mogensen, Sigga Beinteins, Alexis Taylor úr hljómsveitinni Hot Chip, Peaches, Ragga Gísla, Laddi og Svala Björgvins.

Uppfært 10.01.2018: Vegna takmarkaðra sýningarheimilda eru upptökur frá tónleikunum ekki lengur aðgengilegar.

Tengdar fréttir

Sigur Rós blæs til fjögurra daga listahátíðar

Tónlist

Drungaleg jól á listahátíð Sigur Rósar í Hörpu

Tónlist

Satanísk Sigur-Rósar orgía

Tónlist

Mikilfengleg jólalög sett í tregafullan búning