Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Svona var Atla minnst á Laugardalsvelli

Mynd: RÚV / RÚV

Svona var Atla minnst á Laugardalsvelli

07.09.2019 - 16:10
Fyrrum landsliðsmannsins og landsliðsþjálfarans Atla Eðvaldssonar var minnst fyrir leik Íslands og Moldóvu í undankeppni EM karla í dag með einnar mínútu klappi.

Atli lést á mánudaginn eftir baráttu við krabbamein aðeins 62 ára að aldri. Atli lék á sínum tíma 70 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Hann lék með uppeldisfélagi sínu Val frá 1974 til 1980 áður en hann átti tíu ára atvinnumannaferil, lengst af í Þýskalandi fyrir stutt stopp í Tyrklandi.

Hann samdi við KR árið 1990 og lék þar fram til ársins 1993. Þá lauk hann leikmannaferli sínum hjá HK sumarið 1994.

Atli þjálfaði A-landslið karla frá 1999 til 2003 en stýrði auk þess ÍBV, KR, Val, Fylki, Þrótti, Reyni, Aftureldingu og Hamar hér á landi auk þess að þjálfa Kristianstad í Svíþjóð frá 2017 til 2018.

Í spilaranum að ofan má sjá hvernig Atla var minnst á Laugardalsvelli fyrir leik dagsins.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Tólfan verður með fána til minningar um Atla

Íþróttir

Leikmenn og áhugamenn minnast Atla

Fótbolti

Atli Eðvaldsson látinn

Fótbolti

Stærstu mistökin að taka við landsliðinu