Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Svona safnaðist snjórinn upp í nótt - myndband

26.02.2017 - 15:05
Mynd: Jón Atli Magnússon / Jón Atli Magnússon
Snjónum kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt, svo mjög að umhverfið gjörbreyttist frá því fólk fór að sofa í gærkvöld þar til það vaknaði í morgun. Jón Atli Magnússon stillti upp myndavél í stofuglugganum í gærkvöld og myndaði snjókomuna í alla nótt, til klukkan átta í morgun. Afraksturinn er myndband sem sýnir hvernig snjórinn hlóðst upp í garðinum hjá honum. Þetta er átta klukkustunda snjókoma á sjö sekúndum.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV