Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Svona hefur Bárðarbunga sigið

07.09.2014 - 10:22
Mynd með færslu
 Mynd:
Bárðarbunga hefur lækkað um allt að fimmtán metra undanfarið og er talið að lækkuknin stafi af sigi öskjunnar. Á mynd sem fylgir þessari frétt má sjá hvernig yfirborð Bárðarbungu hefur lækkað.

Blái flöturinn á efstu teikningunni sýnir Bárðarbungu eins og hún var á Lidarkorti 2011 en svarta línan sýnir lækkunina eins og hún mældist þegar vísindamenn flugu yfir í fyrradag.