Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Svona er hægt að horfa á leikinn erlendis

SAMSUNG CSC
 Mynd: Skjáskot - RÚV

Svona er hægt að horfa á leikinn erlendis

12.06.2015 - 12:36
RÚV berast margar fyrirspurnir um hvar sé hægt að horfa á leik Íslands og Tékklands á erlendum sjónvarpsstöðvum en vegna réttindamála er útsending RÚV frá leiknum á ruv.is aðeins aðgengileg innanlands.

Hér má sjá lista yfir þær 15 sjónvarpsstöðvar sem sýna leikinn beint í Evrópu og víðar.

Svo mælir íþróttadeild RÚV með að áhugasamir sem staddir eru erlendis kanni dagskrá þeirra sjónvarpsstöðva sem hafa sýningarrétt frá leikjum undankeppninnar.

Lista yfir þær sjónvarpsstöðvar má finna hér.

Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 18:45 en upphitun hefst á RÚV 2 klukkan 18:00.