Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Svínaskrokkar loka Sæbraut - 10 kílómetra röð

20.02.2018 - 08:52
Mynd með færslu
 Mynd: Þórhildur Þorkelsdóttir - RÚV
Sæbraut er lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps. Þetta kemur fram á vef Vegagerðinnar. Fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar að búast megi við að þessi lokun verði í að minnsta kosti klukkustund. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu valt sendiferðarbíl frá Stjörnugrís með um hundrað svínaskrokkum sem voru á leið til vinnslu. Einn viðmælandi fréttastofu sagði bílaröðina ná frá Mosfellsbæ og væri minnst tíu kílómetra löng.

Verið er að flytja svínaskrokkana yfir í gám og þegar því verður lokið verður hægt að opna fyrir umferð að nýju.

Erfiðlega hefur gengið að ná í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu en minnst tveir yfirmenn hennar voru fastir í umferðarteppunni þegar fréttastofa náði tali af þeim.  Ómar Hauksson, grafískur hönnuður og liðsmaður rappsveitarinnar Quarashi, birti þetta myndskeið á Twitter-síðu sinni.

Og uppskar þennan skemmtilega orðaleik frá Erni Úlfari Sævarssyni.

Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Einarsson - RÚV
Umferðarteppan nær alla leið til Mosfellsbæjar
Mynd með færslu
 Mynd: Þórhildur Þorkelsdóttir - RÚV
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV