Svikull ljóðalestur á alþjóðadegi ljóðsins

Mynd með færslu
 Mynd: Saga Sigurðardóttir

Svikull ljóðalestur á alþjóðadegi ljóðsins

21.03.2020 - 16:51

Höfundar

Ljóðið er sérstaklega heiðrað í dag 21. mars í tilefni þess hefur Bókmenntaborgin gert sex ljóðastiklur með jafn mörgum höfundum Svikaskálda. Ragnheiður Harpa reið á vaðið og las upp ljóðið Eftirréttir eftir kollega sinn Kristínu Ómarsdóttur í fyrstu stiklunni sem birt var í dag.

Í dag er alþjóðadagur ljóðsins og því tilvalið að halda upp á daginn í inniverunni með því að glugga í ljóðabækurnar sem leynast á flestum heimilum og jafnvel lesa upp fyrir hvert annað í gegnum alnetið. Í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg hafa sex skáldkonur Svikaskálda valið sér eitt ljóð eftir önnur skáld sem þær lesa upp fyrir framan myndavél og greina frá vali sínu. Bókmenntaborgin birtir stiklurnar eina á dag í hverju hádegi vikuna. Fyrsta ljóðið er í flutningi svikaskáldsins Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur. Hún valdi ljóðið Eftirréttur eftir Kristínu Ómarsdóttur.

Einnig stendur Bókmenntaborgin fyrir áskorun á Facebook síðu sinni þar sem Íslendingum gefst tækifæri til að taka upp lestur á sínu eigin eftirlætis ljóði og deila með öðrum ljóðaunnendum. Nú þegar hafa nokkrir heiðrað ljóðið með þátttöku sinni.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Fagnaðarsöngur svikaskáldanna