Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Sveitarfélög í Árnessýslu skoða sameiningu

Mynd með færslu
 Mynd:
Að minnsta kosti fimm sveitarfélög í Árnessýslu ætla sér að kanna viðhorf íbúa til mögulegrar sameiningar sveitarfélaga. Viðhorfskönnunin mun fara fram samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor.

Sveitarfélögin eru Árborg, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Flóahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nú þegar sé mjög gott samstarf milli sveitarfélaga í Árnessýslu. Ýmsir möguleikar fylgdu þó mögulegri sameiningu sem gætu búið til kraftmikið sveitarfélag. Aldís lagði þó áherslu á það að viðhorfskönnunin yrði fyrst og fremst ráðgefandi.