Sveindómur og meydómur úrelt hugtök

05.10.2014 - 18:38
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Sveindómur og meydómur eru úrelt hugtök að mati unglinga. Þetta var niðurstaða landsmóts Samfés um helgina. Þá finnst unglingum of miklum tíma eytt í forvarnafræðslu um fíkniefni en of litlum um áfengi. Þeir vilja líka geta keypt smokka í sjálfsölum í skólum.

Rúmlega fjögur unglingar og starfsmenn úr félagsmiðstöðvum landsins tóku þátt í landsmóti Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, sem fram fór á Akranesi um helgina. Veiga Dís Hansdóttir, fulltrúi í ungmennaráði Samfés, segir að dagurinn í dag hafi farið í að ræða ýmiss málefni, til að mynda unglingadrykkju. „Við töluðum líka um staðalímyndir í samfélaginu, tóbaksnotkun, hópþrýsting, kynfræðslu, kynlíf og kynheilbrigði. Svo töluðum við um netníð og einelti,“ segir Veiga Dís.

Vilja ekki þurfa að kaupa smokka úti í búð
Mestur tími hafi farið í að ræða um netníð, kynlíf og kynheilbrigði. En hverju vilja unglingarnir breyta? „Þau vilja hafa smokkasjálfsala inni á salernum í skólum og félagsmiðstöðvum af því að þeim þykir vandræðalegt að kaupa smokka úti í búð fyrir framan alla. Þeim fannst rosalega mikilvægt að tala um sveindóminn og meydóminn. Þeim fannst þetta vera frekar úrelt hugtök og ekki vera gilt lengur. Hvort maður missi bara sveindóminn eða meydóminn ef strákur og stelpa sofa saman. Eða hvort það gerist líka þegar tveir strákar sofa saman eða tvær stelpur. Þeim fannst líka þurfa að auka fræðslu um áfengi þar sem þeim finnst þau fá of mikla fræðslu um fíkniefni og tóbaksnotkun en ekki nógu mikla um áfengi,“ segir Veiga Dís.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi