Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sveinbjörg Birna oddviti nýs framboðs

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi og fyrrum oddviti Framsóknar og flugvallarvina, skipar fyrsta sætið hjá nýju framboði sem kallast Borgin okkar Reykjavík og býður fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Edith Alvarsdóttir, þáttagerðarmaður, skipar annað sætið og Jóhannes Ómar Sigurðsson, viðskiptafræðingur, það þriðja.

Áherslumálin voru kynnt á blaðamannafundi á heimili Sveinbjargar Birnu í dag. Í tilkynningu segir að meðal helstu stefnumála sé að skapa betri umgjörð fyrir skólastjórnendur og kennara, banna snjallsímanotkun í grunnskólum, auka framboð á lóðum og leita raunhæfra leiða við úrlausn samgöngumála. Þá er það á stefnuskránni að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að umferðaröryggi verði aukið, meðal annars með uppsetningu hraðaakstursmyndavéla í öllum götum þar sem grunn- og leikskólar eru.

Frambjóðendur hjá Borginni okkar Reykjavík eru eftirfarandi:

1. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og lögfræðingur.

2. Edith Alvarsdóttir, þáttagerðarmaður.

3. Jóhannes Ómar Sigurðsson, viðskiptafræðingur Msc.

4. Viktor Helgi Gizurarson, vélaverkfræðinemi í Háskóla Íslands.

5. Marta Bergman, fyrrverandi félagsmálastjóri.

6. Guðmundur Halldór Jóhannesson, pípulagningameistari.

7. Herdís T. Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri.

8. Helga Nína Heimisdóttir, dagforeldri.

9. Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur í heimaþjónustu.

10. Stefanía Þórhildur Hauksdóttir, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir