Svavar Halldórsson hlaut dóm

24.11.2011 - 17:09
Mynd með færslu
 Mynd:
Ummælin, „...en þeir peningar finnast hins vegar hvergi," sem Svavar Halldórsson fréttamaður viðhafði í fréttum 25. mars í fyrra, voru dæmd ómerk í Hæstarétti í dag.

Þessi ummæli komu fram í frétt um tiltekin fjármálagjörning Pálma Haraldssonar. Hæstiréttur telur, að séu ummælin virt í samhengi við önnur ummæli í fréttinni og efni hennar í heild, verði þau ekki skilin á annan veg en þann að með þeim hafi Pálma verið borin á brýn refsiverð háttsemi. Það hafi Svavar ekki sýnt fram á ætti við rök að styðjast og því beri honum að greiða Pálma tvöhundruð þúsund krónur í miskabætur. Pálmi Haraldsson stefndi Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fréttaþul, og Páli Magnússyni útvarpsstjóra til vara í þessu máli, en þau voru sýknuð.

 

Lesa má dóminn í heild sinni hér.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi