Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Suu Kyi farin til Haag vegna áskana um þjóðarmorð

08.12.2019 - 12:29
Erlent · Asía · Bangladess · Mjanmar · Róhingjar
epa08053852 A handout photo made available by Myanmar's State Counsellor Office shows Myanmar's State Counsellor Aung San Suu Kyi (C) and Wouter Jurgens (L), Netherlands ambassador to Myanmar, speaking as Suu Kyi prepares to leave from Naypyitaw International Airport in Naypyitaw, Myanmar 08 December2019. Aung San Suu Kyi is to appear at the International Court of Justice in The Hague, Netherlands.  EPA-EFE/MYANMAR STATE COUNSELOR OFFICE / HANDOUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - MYANMAR STATE COUNSELOR OFFICE
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er farin til Hollands til þess að svara fyrir ásakanir um þjóðarmorð. Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsakar hvort stjórnvöld í Mjanmar séu sek um þjóðarmorð á Róhingjum.

Alþjóðaglæpadómstólinn ákvað að taka málið til rannsóknar eftir að Afríkuríkið Gambía höfðaði mál gegn stjórnvöldum í Mjanmar fyrir hönd Samtaka fimmtíu og sjö múslimaríkja. Stjórnvöld í Mjanmar eru sökuð um að brjóta gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð með ofsóknum og ofbeldi gegn Róhingjum. Meirihluti þeirra er íslamstrúar og Róhingjar hafa búið í Mjanmar allt frá tólftu öld. Yfir 700 hundruð þúsund Róhingjar hafa flúið Mjanmar frá því í águst 2017.

epa06305794 YEARENDER 2017 OCTOBER
Róhingjar á flótta frá Mjanmar til nágrannaríkisins Bangladess. Mynd: EPA Images
Nærri milljón Róhingjar eru enn á vergangi.

Stjórnarherinn í Mjanmar hefur farið fram af svo mikilli hörku að því hefur verið líkt við þjóðernishreinsanir. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum segir að að kynferðisofbeldi af hálfu stjórnarhersins hafi verið útbreitt og markvisst og hundruðum nauðgað. Þá hefur flóttafólk, sem dvelur í nágrannaríkunu Bangladess, verið til frásagnar um manndráp, nauðganir, pyntingar og íkveikjur öryggissveita í Mjanmar. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, sem nú svarar fyrir áskanir um þjóðarmorð hlaut fjölda verðlauna hér áður fyrr fyrir ötula baráttu fyrir mannréttindum. Hún fékk friðarverðlaun Nóbels 1991 fyrir að berjast fyrir lýðræði. Hún hefur síðan verið svipt ýmsum titlum og verðlaunum en formaður norsku Nóbelsnefndarinnar hefur sagt að það sé ekki hægt að svipta hana nóbelnum.

epa08046414 A man walks near a billboard with the portrait of Myanmar State Counsellor Aung San Suu Kyi in Yangon, Myanmar, 05 December 2019. Myanmar State Counsellor Aung San Suu Kyi will appear at the International Court of Justice (ICJ) at The Hague to aid the defense in a lawsuit filed by The Gambia, accusing Myanmar of genocide against the Rohingya in 2017.  EPA-EFE/LYNN BO BO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Margir styðja Suu Kyi í Mjanmar.

Hyllt í heimalandinu

Það kom flestum á óvart að Suu Kyi hafi ákveðið að fara sjálf til Haag. Sú ákvörðun hefur mælst einstaklega vel fyrir í heimalandinu, ófáir fjölmennir útifundir til stuðnings hennar hafa farið fram síðustu daga. Mjanmar á ekki aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum og stjórnvöld viðurkenna ekki lögsögu hans. Bangladess á hins vegar aðild að dómstólnum og glæpirnir sem stjórnvöld í Mjanmar eru sökuð um voru að hluta framdir þar. Því ákvað Alþjóðaglæpadómstóllinn að taka málið fyrir og hefja rannsókn. Málið er enn á rannsóknarstigi og rannsóknin gæti tekið dágóðan tíma.