Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Suthida orðin drottning í Taílandi

02.05.2019 - 08:57
Erlent · Asía · Taíland
epa07540755 A Royal Household Bureau handout photo shows Thai King Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun (L) sits next to General Suthida Vajiralongkorn na Ayudhya (R) who is now appointed as Queen Suthida during a royal marriage registration ceremony at the Amphorn Sathan Residential Hall inside the Dusit Palace in Bangkok, Thailand, 01 May 2019. A Royal Gazette announced on 01 May 2019 that Thai King Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun had married his consort General Suthida Vajiralongkorn na Ayudhya and appointed her as Thailand's new queen named Queen Suthida, days before the coronation ceremony which set on 04 to 06 May 2019.  EPA-EFE/ROYAL HOUSEHOLD BUREAU / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Vajiralongkorn konungur og Suthida drottning í brúðkaupinu í gær. Mynd: EPA-EFE - ROYAL HOUSEHOLD BUREAU
epa07540754 A Royal Household Bureau handout photo shows Thai King Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun (R) gives box of gift to General Suthida Vajiralongkorn na Ayudhya (L) who is now appointed as Queen Suthida during a royal marriage registration ceremony at the Amphorn Sathan Residential Hall inside the Dusit Palace in Bangkok, Thailand, 01 May 2019. A Royal Gazette announced on 01 May 2019 that Thai King Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun had married his consort General Suthida Vajiralongkorn na Ayudhya and appointed her as Thailand's new queen named Queen Suthida, days before the coronation ceremony which set on 04 to 06 May 2019.  EPA-EFE/ROYAL HOUSEHOLD BUREAU / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Vajiralongkorn konungur afhendir brúði sinni gjöf að sið heimamanna við brúðkaupið í gær. Mynd: EPA-EFE - ROYAL HOUSEHOLD BUREAU
Suthida Vajiralongkorn Na Ayudhya hershöfðingi er orðin drottning Taílands, en hún giftist Maha Vajiralongkorn, konungi Taílands, í gær. Vajiralongkorn tók við konungdæminu að föður sínum látnum árið 2016, en verður formlega krýndur konungur á laugardag.

Suthida Tidjai, er fertug fyrrverandi flugþjónn. Hún var skipuð í lífvarðarsveit Vajiralongkorns árið 2014 og varð þar næstráðandi. Ýmsir kunnugir og erlendir fjölmiðlar kváðu samband þeirra náið, en  það vart aldrei viðurkennt opinberlega þar til nýlega og kom því brúðkaupið mörgum í opna skjöldu.

Í desember 2016 tveimur mánuðum eftir að Vajiralongkorn tók við konungdómi var Sithida hækkuð í tign og skipuð hershöfðingi í konunglega tælenska hernum. Suthida er fjórða eiginkona Vajiralongkorns, en konungur og þriðja eiginkona hans skildu fyrir fimm árum.

Við brúðkaupið í gær var Prayuth Chan-ocha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar sem farið hefur með völdin í Taílandi frá 2014. Einnig margir ættingjar og vinir konungshjónanna. 

Vajiralongkorn, sem fæddist 28. júlí 1952, verður á laugardag krýndur Rama X., tíundi konungur Chakri-ættarinnar sem ríkt hefur í Taílandi frá því á átjándu öld.