Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

SUS gerir tilboð í plastmál Jóhönnu

27.04.2012 - 08:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur gert Sjónlistamiðstöðinni á Akureyri tilboð í plastmál sem miðstöðin keypti nýlega.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra drakk úr málinu í viðtali á Rás tvö og í kjölfarið var málið boðið upp og selt sjónlistamiðstöðinni á 105.000 krónur. SUS tvöfaldar þá fjárhæð og býður Sjónlistamiðstöðinni 210.000 krónur fyrir málið. Tilboðið gildir til klukkan 16 á mánudag. 

Í tilkynningu frá SUS segir að þar á bæ telji menn að málið hafi mikið menningarlegt og sögulegt gildi sem eina málið sem forsætisráðherra hafi klárað. Sem dæmi um mál sem forsætisráðherra hafi ekki klárað séu fyrirheit um lausn á skuldavanda heimilanna. 

SUS hefur þegar fjármagnað kaupin með framlögum frá félagsmönnum og öðrum velunnurum.